Fréttir Vörur

Eldhússýning Ekrunnar 2021

Í júníbyrjun gerðu hátt í 50 manns sér glaðan dag á fyrstu eldhússýningu Ekrunnar Akureyri 2021.

Að þessu sinni var kynning á vörum frá Unilever Food Solutions í fyrirrúmi og nutu gestir léttra veitinga í boði UFS. Ekran tók nýlega við sölu og dreifingu á vörunum en frá Unilever Food Solutions koma heimsþekkt vörumerki eins og Knorr, Hellmann’s, Maizena, Lipton og Carte D’or. Þessi merki eru leiðandi í matargerð á Íslandi og finnast í stóreldhúsum um allt land.

Við hlökkum til að halda fleiri sýningareldhús fyrir viðskiptavini Ekrunnar á næstu misserum en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndbandi var stemningin gríðarleg!

Helga Eir Gunnlaugsdóttir

Helga Eir Gunnlaugsdóttir

15. júní 2021