Matarhugmyndir

Bolla bolla bolla!

Bolludagur, þessi árlegi góði dagur með girnilegum stemnings bollum. Það er hægt að fá allt í bollurnar hjá okkur, súkkulaðið, sultuna, skemmtilegt skraut, allt í deigið og tilbúnar ger- eða vatnsdeigsbollur. Við höfum tekið skemmtilegar vörur saman í bollurnar og skelltum líka í uppskrift af vatnsdeigsbollum hér fyrir neðan.

Vatnsdeigsbollur

115 g Smjör
120 ml Vatn
120 ml Nýmjólk
¼ tsk Salt
2 tsk Sykur
125 g Hveiti
4 egg

Aðferð: Smjör, vatn, mjólk, salt og sykur sett saman í pott og hitað þangað til smjörið er bráðnað. Síðan er hveitinu bætt útí og hrært saman í nokkrar mínutur á miðlungshita.

Deigið er svo sett til hliðar og leyft að kólna örlítið áður en eggin eru sett útí hægt og rólega. Deigið er sett í sprautupoka og sprautað á plötu með bökunarpappír.
Bollurnar eru bakaðar á 205°C í c.a 11 mínútur (fer eftir stærð).