Matarhugmyndir

Bolludagsbollur með möndlumús og kafficrumble

Vissulega eru klassísku bolludagsbollurnar með rjómanum og glassúrnum alltaf góðar, en hér er skemmtileg uppskrift að ,,steisjon“ bolludagsbollum.

Möndlumús

190 g Möndlu Inspiration Súkkulaði frá Valrhona
2 g gelatín
102 g Nýmjólk
204 g Debic Duo rjómi

Aðferð: Matarlímsblaðið er sett í kalt vatn, á meðan er súkkulaðið er brætt í vatnsbaði og mjólkin er hituð upp að suðu og síðan er matarlímsblaðið sett útí. Mjólkinni er síðan hellt rólega útí brætt súkkulaðið og hrært saman. Þá er rjóminn þeyttur og síðan er súkkulaðiblöndunni leyft að kólna niður í 26 – 29 ° C áður en hún er hrærð saman í rjómann hægt og rólega. Sett í gastrobakka og kælt, þegar það á að nota músina þá er hún hrærð upp og sett í sprautupoka.

Með þessu notuðum við 62% Macae Valrhona súkkulaði ofan á.

Kafficrumble
40 g Sykur
50 g Fínt hakkaðar möndlur
30 g Hveiti
10 g Valrhona kakó
6 g Instant kaffi
40 g Brætt smjör

Aðferð: Öll þurrefni sett saman, síðan er bráðið smjörið sett útí og öllu hrært saman. Bakað í c.a 15-20 mín í 170° C og hrært reglulega í því.