Matarhugmyndir

Boost sumarskál

Acai skálarnar njóta mikilla vinsælda um þessar mundir og einfalt að búa til góða heimatilbúna skál. Þetta snýst um að skella í góðan boost, setja í fallega skál og skreyta með ferskum og góðum ávöxtum, múslí og fræjum – jafnvel skella smá súkkulaði eða hnetusmjör á toppinn!

Grunnurinn á góðri boost skál er hið hefðbundni ávaxtaþeytingur sem er t.d. oft með skyri, jógúri eða grískri jógúrt en við mælum með að prófa Debic premium shake-inn í boostið, æðislega góð vanillumjólk sem gefur gott bragð. Svo er að velja sér góða frosna eða ferska ávexti til að blanda með og hrikalega gott að blanda ávaxtapúrru í þeytinginn.

Þegar það er komið í skál er hægt að setja múslí, kókosflögur og allskonar fræ og loks er ferskum og góðum ávöxtum raðað fallega á toppinn. Hér fyrir neðan eru hugmyndir að hráefnum til að gera setja í þína eigin heimatilbúnu boost skál, þetta er allt spurning um að sleppa beislinu af hugmyndafluginu 🙂

Opnunartími og dreifing
Opnunartími og dreifing

Kæru viðskiptavinir,

Það eru stuttar vikur framundan og við mælum með að skipuleggja innkaup fram í tímann.

Opnunartími og dreifing:

03. apríl – kl. 8:00 – 16:00

04. apríl – kl. 8:00 – 16:00

05. apríl – kl. 08:00 – 16:00

06. apríl – Skírdagur - Lokað

07. apríl – Föstudagurinn langi - Lokað

10. apríl – Annar í páskum - Lokað

Við minnum á að vefverslunin okkar er opin allan sólarhringinn 😊