Bragðgóð og einföld steikarsósa
Þessi steikarsósa er glútenfrí, lágkolvetna og ketóvæn… ég legg ekki meira á ykkur! Ofureinföld og syndsamlega góð með steikinni, en líka t.d. með kjúkling og steiktu grænmeti.

Byrjið á að bræða smjörið og blandið svo restinni af hráefninu í og hrærið saman. Lykilatriði að skera skarlottulaukinn, graslaukinn og hvítlaukinn mjög smátt og tæta piparrótina niður. Þegar allt er hráefni er komið í sósuna, bæta cayenne og salti og pipar í sósuna og smakka til. Leyfa sósunni að sitja í 10 mínútur svo hún kólni og þykkni. Og voilá!
Innihaldið er einfalt:
8 matskeiðar bráðið smjör
1 skarlottulaukur
5 lengjur graslaukur
3 hvítlauksgeirar
2-3 matskeiðar piparrót
2 matskeiðar Dijon sinnep
3 teskeiðar timian
Cayenne pipar
Salt og pipar
MS Smjör 18x250g
Skarlottlaukur kg (5)
Graslaukur erl. 1kg
Hvítlaukur í lausu kg [1
Piparrót kg (1)
Dijon Sinnep 350g (12)
Timian / Garðablóðberg 1kg
Uppskrift fengin af: https://thenovicechefblog.com/oh-my-steak-sauce/