Fréttir

Ekran verður á Stóreldhús 2019!

Það er alltaf mikið líf og fjör á Stóreldhúsasýningunni í Laugardalshöll og við látum okkur aldeilis ekki vanta þetta árið! Starfsmenn okkar mun taka vel á móti ykkur með spjalli og góðum veitingum!

Við verðum með æðislega góða létta rétti í boði og meðal þess er Confit önd í trylltu combói. Við gefum matreiðslumeistaranum Þorvaldi orðið:

„Confit öndin og franskarnar sækja innblástur í Poutine með nýju sniði. Með ekta 17 mánaða þroskuðum cheddar osti frá Arla, trufflumajonesi og pikkluðum jalapeno fyrir þennan ferska en sterka undirtón.  Confit öndin fær smá „jus“ með kjúklinga demi glace frá Salsus sem er ný lína hjá okkur og síðan dass af vorlauk með. Franskarnar eru af gerðinni Clear coat frá Cavendish sem eru húðaðar til að gefa þetta extra stökka bit en samt skín ekta kartöflubragðið í gegn.“

Þetta er syndsamlega gott! Hér fyrir neðan eru þær vörur sem notaðir eru í réttinn. Endilega kíkið við í spjall og smakk! Hlökkum til að sjá ykkur 🙂