Umfang
Gæðastefnan nær til allrar starfsemi 1912 ehf og dótturfélaga þess Nathan & Olsen hf og Ekrunnar ehf. Allir starfsmenn bera ábyrgð á að fylgja stefnunni hver á sínu sviði.
Gæðastefnan tryggir að starfsemin sé í samræmi við gildi, aðrar stefnur og markmið fyrirtækjanna.
Stefna
Ekran stefnir ávallt að því að uppfylla lög og reglur sem gerðar eru til starfsemi fyrirtækisins.
Ekran starfrækir gæðakerfi sem byggir á ISO-9001:2015 gæðastaðlinum og HACCP gæðakerfinu. Rík áhersla er lögð á stöðugar umbætur.
Ekran setur sér markmið og mælikvarða til að tryggja að gæði standist ítrustu kröfur sem settar eru hverju sinni og mun bregðast hratt við frávikum.
Ekran tryggir að væntingar viðskiptavina til þjónustu og vara fyrirtækisins standist og sé virðisaukandi fyrir þá.
Ekran leggur áherslu á skipulögð og öguð vinnubrögð við meðhöndlun vöru, til að tryggja sem best gæði til viðskiptavina.