Graskerssúpa með rósmarín og beikoni
Það hljómar ekkert eðlilega framandi að skella í graskerssúpu með rósmarín og beikoni… og það verður ekki mikið haustlegra! Hlakka til að prófa þessa.

INNIHALD
2 msk. ólífuolía
1 stór laukur
Salt
Pipar
2 meðalstórar gulrætur
1/2 miðlungs grasker butternut
6 bollar vatn eða kjúklingasoð
2 greinar ferskt rósmarín
Baguette
Cheddar ostur
2 vorlaukar
Hitið olíu í stórum potti á meðalhita. Skellið lauknum í pottinn og kryddið með salti og pipar. Setjið lok á pottinn, leyfið að malla í ca. 6 mín og hrærið annað slagið. Bætið gulrótum og graskeri við og leyfið að steikjast í um 5 mín. Hellið næst vatninu í pottinn ásamt rósmarín og látið sjóða. Því næst má taka rósmarínið úr pottinum og mauka súpuna með töfrasprota.
Á meðan súpan mallar er upplagt að setja brauðið á bökunarplötu, strá ostinum yfir og hita í ofni þangað til osturinn bráðnar. Það er æðislegt að krydda brauðið með Spicemix Italian kryddinu okkar frá Verstegen.
Steikið beikon þangað til að það verður brakandi stökkt og sáldrið svo beikoninu og vorlauknum yfir súpuna þegar hún er komin í skál.
Verði ykkur að góðu!
Uppskrift fengin af: https://www.womansday.com/food-recipes/food-drinks/recipes/a12083/butternut-squash-soup-recipe-wdy1112/