Matarhugmyndir

Grillaðar kjúklingabringur með ferskri sumardressingu

Hér erum við með uppskrift af grilluðum kjúklingabringum með pestódressingu, valhnetum og kúrbít. Ótrúlega fersk og einföld sumaruppskrift, bara fíra upp í grillinu og ekkert víst að þetta klikki.

Það sem þarf í réttinn er:

4 kjúklingabringur
½ dl. ristaðar valhnetur
3 msk grænt pestó
1 msk ferskur sítrónusafi
3 kúrbítar
2 gulir kúrbítar
1 tsk ólífuolía
Hvítlaukskrydd og seasoning krydd
Ferskur basil
Salt og pipar

Byrja á að hita grillið á meðanháan hita. Hræra saman ristuðum valhnetum, pestó og ferskum sítrónusafa. Í góðu lagi að þynna dressinguna með smá vatni og krydda með salti og pipar.

Skera kúrbítinn í lengjur, nudda uppúr olíu og krydda með salti og pipar.

Krydda kjúklingabringurnar með hvítlaukskryddi, all around kryddi, salti og pipar. Eða þau krydd sem hverjum og einum þykir gott.

Grilla kjúklinginn þar til hann er eldaður í gegn, ca. 5-6 mínútur á hvorri hlið. Grilla kúrbítinn þar til hann er mjúkur í ca. 2-4 mínútur og hvorri hlið. Dressingunni er svo skellt ofaná bringurnar og toppað með ferskum basil.

https://www.countryliving.com/food-drinks/recipes/a44227/grilled-pesto-chicken-summer-squash-recipe/