Hvernig á að elda kalkún?
Hér á síðunni er hægt að sjá færslu um uppskrift að kalkúnaveislu – bæði kalkúnasósu, fyllinguna og sultuna og hér erum við með upplýsingar um hvernig á að elda sjálfan kalkúninn. Bon Appétit!

Kalkúnn
Heill kalkúnn um 5-6 kg
150 g smjör við stofuhita
2 greinar ferskt rósmarín
1 grein ferskt timian
1 grein fersk steinselja
3 hvítlauksgeirar
Salt og pipar
Kalkúnakrydd (eða eftir meistaranum í eldhúsinu)
Sett í stóran steikarpott:
- 500 ml kjúklingasoð/kalkúnasoð
- 6 gulrætur
- 2 stk. laukur
- 3 sítrónur
Eldunaraðferð
- Hitið ofninn í 220 gráður.
- Skerið niður kryddjurtirnar og pressið hvítlauk. Blandið saman kryddjurtun, hvítlauknum og smjöri.
- Smjörinu er síðan makað undir skinnið á fuglinum og restin af smjörinu fer ofan á skinnið.
- Gulræturnar og laukurinn er skorið niður og sett í botninn á steikarfatinu.
- Kjúklingasoðinu/kalkúnarsoðinu er hellt í steikarfatið með grænmetinu og kalkúnninn lagður ofan fatið.
- Kalkúnninn er síðan kryddaður með kalkúnakryddinu eða kryddað eftir meistaranum í eldhúsinu.
- Kalkúnninn síðan settur í 220 gráður heitan ofn í um 10-15 mínutur til að fá góðan gullinbrúnan lit,
Hitinn er síðan lækkaður í 160-170 gráður og gott er að miða við að eldun er 40 mín á kg. Þegar kalkúnninn næ 70 gráður kjarnhita þá skal slökkva á ofninum og taka kalkúninn út og láta standa í 10 til 15 mín. Mjög gott að ausa soðinu yfir kalkúninn á 20-30 mínutna fresti til þessa að verði ekki þurru og meira bragð kemst í kalkúninn.