Nýtt

Breyting á kílóavöru í vefverslun

Eitt af því sem hefur ekki verið nógu skýrt í vefversluninni okkar og var að vefjast fyrir viðskiptavinum, er þegar kílóavara er pöntuð. Er ég að panta stykki, kíló eða kassa? Við höfum bætt það á nýja vefnum okkar, því nú pantar þú kílóavöru eftir kílóum.

Við birtum lágsmarksmagn kílóavörunnar sem er hægt að panta á vöruspjaldi vörunnar. Til dæmis er hægt að panta minnst 9 kg af bönunum. Þá mun talan 9 birtast í reitnum, svo ef þú vilt panta meira magn, smellir þú á plúsinn mun næsta mögulega magn sem hægt er að kaupa birtist í kassanum, í þessu tilfelli talan 18 kg. Það sama gildir með t.d. kjöt sem við seljum í einhverjum tilfellum í kílóum, þá mun lágmark þess sem hægt er að panta birtast í reitnum.

Ef þú ert ekki alveg viss með þetta allt saman, þá erum við til staðar í netspjallinu hægra meginn á síðunni okkar eða í netfanginu [email protected] 

Það allra nýjasta frá Debic

Það styttist í desember og tilvalið að skella okkar vinsælustu hátíðarvörum á jólatilboð.

Látið ekki 20% afslátt framhjá ykkur fara frá og með 1. desember - 31. desember. Gleðileg jól!

Hér getur þú séð allan listann af hátíðarvörunum.