Nýtt Tilboð

Kynningartilboð á nýjum Pons olíum

Við vorum að fá nýjar hágæða olíur frá Pons og eru þær hver annarri betri. Allar olíurnar eru kreistar úr Arbequina ólífum af Pons fjölskyldunni á Spáni og ferskum kryddjurtum bætt við. Olíurnar eru á 40% kynningarafslætti út ágústmánuð.

Extra virgin fresh parsley er með ferskri steinselju og hentar vel sem dressing með fisk, eggjum, hrísgrjónum og á salatið.

Extra virgin wild fennel er með fersku fennel og hentar vel sem dressing á fisk, lamb, ost, steikt grænmeti og súkkulaði.

Extra virgin fresh basil er með ferskri basiliku og hentar dásamlega sem dressing með ost, pasta, hvítu kjöti og steiktu grænmeti.

Extra virgin fig leaf er með fersku fíkjulaufi og hentar vel sem dressing með rauðum berjum, súkkulaði, suðrænum ávöxtum og tómötum.

Síðast en ekki síst erum við með Extra virgin „green oil“ sem er ótrúlega fersk ófilteruð ólífuolia úr sértýndum og hinum allra bestu Arbequina ólífum.  Hentar einstaklega vel á salatið, á fiskinn eða á steikt grænmeti.

Það allra nýjasta frá Debic

Það styttist í desember og tilvalið að skella okkar vinsælustu hátíðarvörum á jólatilboð.

Látið ekki 20% afslátt framhjá ykkur fara frá og með 1. desember - 31. desember. Gleðileg jól!

Hér getur þú séð allan listann af hátíðarvörunum.