Nýtt

Nýr vefur, nýr litur, nýtt útlit… ferskari Ekra!

Undanfarna mánuði höfum við unnið hörðum höndum að endurbæta vefinn okkar, til að gera hann betri og notendavænni og mæta þörfum viðskiptavina okkar. Samhliða því höfum við verið í ásýndarbreytingum og kynnum til leiks nýjan lit og nýtt lógó Ekrunnar.

Við höfum punktað samviskusamlega niður allar ábendingar, bæði frá viðskiptavinum og starfsfólki og fengum við hressandi lista til að vinna eftir. Það má því segja að niðurstaða nýju vefsíðunnar okkar er í raun samvinna viðskiptavina og starfsfólks – við tókum bara upplýsingunum og settum vefinn í réttan búning.

Við viljum halda áfram að fá ábendingar frá ykkur – hvað getum við gert betur og hvað má betur fara? Hvernig getum við aðlagað vefinn betur að ykkur og veitt betri þjónustu? Því bættum við ábendingadálki á forsíðuna og hvetjum ykkur til að halda áfram að senda okkur ábendingar sem gerir okkur kleift að gera enn betur!

Ekran okkar hefur líka fengið nýjan lit og nýtt lógó. Það var farið í mikla vinnu hvað varðar ásýnd fyrirtæksins og við spurðum okkar m.a. hvernig viljum við vera? Niðurstaðan er yngri, ferskari, bjartari og léttari Ekra sem setur viðskiptavini sína í fyrsta sæti.

Við erum vel peppuð og hlökkum til nýrra og spennandi tíma með ykkur!