Fréttir

Nýr framkvæmdastjóri Ekrunnar

Það er ánægjulegt að segja frá því að Einar Páll Tómasson hefur tekið við sem nýr framkvæmdastjóri Ekrunnar og hóf hann störf hjá okkur í október síðastliðnum.

Einar hóf sinn starfsferil sem markaðsstjóri Kreditkorta, var svo í áravís hjá Icelandair þar sem hann starfaði lengst af sem svæðisstjóri meginlands Evrópu, en eftir heimkomu þá starfaði hann sem forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs og síðan sem forstöðumaður sölusviðs. Síðastliðin tvö ár hefur hann starfað hjá Borgun sem framkvæmdastjóri færsluhirðingasviðs. Einar Páll er með háskólapróf í markaðsfræðum frá BI Norwegian School of Management. Svo er hann Liverpool maður sem skemmir nú ekki fyrir. Við bjóðum Einar Pál velkominn til starfa hjá okkur!