Fréttir

Nýr framkvæmdastjóri Ekrunnar

Það er ánægjulegt að segja frá því að Einar Páll Tómasson hefur tekið við sem nýr framkvæmdastjóri Ekrunnar og hóf hann störf hjá okkur í október síðastliðnum.

Einar hóf sinn starfsferil sem markaðsstjóri Kreditkorta, var svo í áravís hjá Icelandair þar sem hann starfaði lengst af sem svæðisstjóri meginlands Evrópu, en eftir heimkomu þá starfaði hann sem forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs og síðan sem forstöðumaður sölusviðs. Síðastliðin tvö ár hefur hann starfað hjá Borgun sem framkvæmdastjóri færsluhirðingasviðs. Einar Páll er með háskólapróf í markaðsfræðum frá BI Norwegian School of Management. Svo er hann Liverpool maður sem skemmir nú ekki fyrir. Við bjóðum Einar Pál velkominn til starfa hjá okkur!

Það allra nýjasta frá Debic

Það styttist í desember og tilvalið að skella okkar vinsælustu hátíðarvörum á jólatilboð.

Látið ekki 20% afslátt framhjá ykkur fara frá og með 1. desember - 31. desember. Gleðileg jól!

Hér getur þú séð allan listann af hátíðarvörunum.