Fréttir

Pappírslaus viðskipti

Kæru viðskiptavinir. Við viljum vekja athygli á því að  við sendum ekki lengur reikninga með afhentum vörum, heldur sendum við afgreiðsluseðla í staðinn.

Reikningar verða áfram sendir rafrænt í gegnum skeytamiðlun eða tölvupóst og þeir viðskiptavinir sem hafa fengið reikning í pósti munu fá þá áfram. Við hvetjum þó alla til að skrá sig í rafrænar sendingar með því að hafa samband við [email protected] og stuðla þannig að pappírslausum viðskiptum. Kostir rafrænna reikninga eru ótvíræðir, þeir tryggja hraðari móttöku, rétta skráningu og bókun reikninga sem aftur tryggir réttar greiðslur á réttum tíma.

Ef þú óskar eftir að fá rafræna reikninga senda á fleiri en eitt netfang þá  hvetjum við þig til að senda tölvupóst á [email protected] með upplýsingum um fyrirtæki og það netfang sem reikningar eiga að berast á.

Einnig er hægt að nálgast yfirlit og reikninga í gegnum vefverslun með aðalkennitölu fyrirtækis.

Opnunartími og dreifing
Opnunartími og dreifing

Kæru viðskiptavinir,

Það eru stuttar vikur framundan og við mælum með að skipuleggja innkaup fram í tímann.

Opnunartími og dreifing:

03. apríl – kl. 8:00 – 16:00

04. apríl – kl. 8:00 – 16:00

05. apríl – kl. 08:00 – 16:00

06. apríl – Skírdagur - Lokað

07. apríl – Föstudagurinn langi - Lokað

10. apríl – Annar í páskum - Lokað

Við minnum á að vefverslunin okkar er opin allan sólarhringinn 😊