Nýtt

Hágæða soð frá Salsus!

Við erum alltaf að bæta við okkur nýjum og spennandi vörum og eitt af því nýjasta hjá okkur eru soðin frá Salsus. Hágæða, bragðmikil soð frá flottu fyrirtæki þar sem aðalmarkmið þeirra er að framleiða heimsins bestu soð og sósur fyrir fagmenn í eldhúsum.

Okkar menn hjá Salsus segja að til þess að búa til þessi bragðgóðu soð noti þeir hreint vatn, hágæða hráefni, mikinn tíma og mikla þekkingu. Fyrir rúmu ári settu þeir á fót hátækni framleiðslustöð, í samvinnu við SIVA, nýsköpunarfyrirtæki Noregs og DN. Þar framleiða þeir vörur sem eru án allra aukaefna og framleiddar úr hreinum dýraafurðum með hjálp bestu matreiðslumanna Noregs.

Öll bein sem notuð eru í soðin koma frá nálægum sláturhúsum og er Noregur eitt af þeim löndum sem notar minnst af sýklalyfjum í heiminum í ræktun á búfénaði. Noregur er einnig þekktur fyrir mikið laxeldi og nota þeir einungis þorsk og ýsu sem er veidd úr ísköldu Barentshafi í Bådsfjord.

Allt grænmeti sem notað er í soðin er ræktað í Noregi og gera aðstæður fyrir grænmetisræktun þar í landi það að verkum að rótargrænmetið er bragðmikið með góðri sætu.

Við mælum aldeilis með að smakka!

Það allra nýjasta frá Debic

Það styttist í desember og tilvalið að skella okkar vinsælustu hátíðarvörum á jólatilboð.

Látið ekki 20% afslátt framhjá ykkur fara frá og með 1. desember - 31. desember. Gleðileg jól!

Hér getur þú séð allan listann af hátíðarvörunum.