Fréttir Vörur

Svona eiga tómatar að vera!

Það skiptir miklu máli að maukaðir tómatar og aðrir tómatgrunnar séu bragðgóðir. Undirstaðan þarf að vera góð, saxaðir og afhýddir tómatar þurfa að vera fullir af næringarefnum og bragði til að gera réttinn þinn enn betri. Knorr leggja mikið upp úr því að allt hráefni sé af hæsta gæðaflokki og framleiðslan sé eins umhverfisvæn og hægt er. 

Knorr Tomatino er þétt ítölsk tómatsósa búin til úr sólþroskuðum, sjálfbært ræktuðum tómötum sem tryggir bragðmikinn grunn til að vinna með. Einnig er hægt að nota hana sem maukaða tómata þar sem jafnvægi er á bragði og áferð er framúrskarandi.

Sósan er framleidd úr árstíðabundnum og sjálfbært ræktuðum tómötum og Knorr bændur notfæra sér hjálp frá náttúrunni. Knorr styður eindregið við endurvinnslu vatns og hafa bændurnir þeirra sparað 10,6 milljónir lítra af áveituvatni á 3 árum – það jafngildir 55.000 sturtum.

Háþróuð áveitukerfi þýðir að hver tómatplanta fær nákvæmlega það magn af vatni sem hún þarf. Þetta sparar vatn en tryggir einnig að tómatar Knorr vaxa með réttu magni af vatni og sykri til að ná fallegum þroska eins er eftir.

Hægt er að sjá meiri upplýsingar um tómatbændur og ræktun Knorr hér:
KNORR Tomatino Tomato Base is 100% sustainable sourced | Unilever Food Solutions UK 

Indverskt grænmetikarrí Fyrir 10 manns 

Fyllingin
200g Laukur 
250g Sveppir
350g Kúrbítur
250g Fennel
150g Gullrót
400g Eggaldin
100ml ISIO4 olía
15g Knorr Engifer kryddpuré
15g Knorr Hvítlauks kryddpuré
6g Kúmin malað
6g Kóríandir korn eða malað
25g Karrí Madras
9g Garam Marsala

Sósa
400ml Vatn
600g Knorr Tómatíno pastasósa
12g Salt
15g Sítrónusafi 

  1. Stekið grænmeti í olíu við meðalháan hitaBætið við öllum kryddunum og leyfið þeim að brúnast um stund.
  2. Hellið vatni og Knorr Tómatíno við grænmerið og leyfið suðunni  koma uppLækkið hitann og leyfið  malla
    þar til grænmetið er tilbúið
  3. Smakkið og bragðbætið með salti og sítrónusafa eftir þörfum.  
  4. Borið fram með hrísgjónum og ferskum kóríander