Fréttir Uppskriftir Vörur

Umhverfisvænt hráefni að mati Knorr

Í nútíma samfélagi er mikilvægt að fylgjast með áhrifum okkar á umhverfið. Til eru allskonar hráefni sem eru umhverfisvæn, staðgengill kjöts og einnig frábær næringargjafi sem gaman er að æfa sig að matreiða. 

Linsubaunir
Linusbaunir eiga uppruna sinn að rekja til Norður-Afríku og Asíu. Linsubaunir þurfa mjög lítið vatn til að vaxa og hafa 43 sinnum lægra kolvetnisspor en nautakjöt. Það eru til tugir afbrigða af bauninni, allar með aðeins mismunandi bragð og lit. Linsubaunir eru stútfullar af próteini, trefjum, kolvetnum og auðvelt er að elda þær. Grænar linsubaunir halda lögun sinni og áferð eftir matreiðslu og eru oft bornar fram með fiski eða steiktu grænmeti. Rauðar og gular linsubaunir eru fullkomnar í lasagna, pottrétti og súpur þar sem þær gera réttinn matarmeiri.

Nýrnabaunir
Nýrabaunir eru vinsæll og fjölhæfur próteingjafi. Þær eru góður staðgengill fyrir kjöt vegna uppbyggingar þeirra og próteins innihalds. Milda bragðið gerir þær fullkomnar til að matreiða á mismunandi hátt með skemmtilegum kryddblöndum til að búa til skemmtilega matarupplifun. Nýrnabaunir innihalda mikið lektín sem gerir þær erfiðar að melta óeldaðar þess vegna er mikilvægt að elda allar þurrkaðar baunir, eins og kjúklingabaunirnar, áður en þær eru borðaðar. Nýrnabaunir eru fullkomnar í pottrétti.

Svartar baunir
Svartar baunin er oft kölluð „ofurfæða“ vegna óvenju mikils innihalds próteins og trefja. Svartar baunir eru litlar og glansandi með sætum, sveppakenndu bragði. Þétt og kjötkennd uppbygging þeirra gerir þær fullkomnar fyrir pottrétt eða sem staðgengill nautahakks. Í Suður-Amerískri matargerð eru svartar baunir oft blandaðar saman með hrísgrjónum eða kínóa, bragbætt með lauk, hvítlauk og öðrum kryddum og borin fram til hliðar við annan mat.

Kjúklingabaunir
Kjúklingabaunir eru þurrkaðar Garbanzo baunir sem eru aðallega ræktaðar í Suður-Evrópu, Asíu og Afríku. Kjúklingabaunir, eins og linsubaunir, hafa mjög lágt kolvetnisspor miðað við kjöt. Þær innihalda mikið prótein og eru mikið notaðir í grænmetisrétti. Þær innihalda einnig mikið af trefjum, A og E vítamínum og önnur steinefni. Þú getur keypt þurrkaðar kjúklingabaunir sem þú leggur síðan í bleyti og eldar sjálfur eða þú getur líka keypt þær forsoðnar í öskjum eða dósum. Kjúklingabaunir má nota í pottrétti, salöt og súpur, hamborgarasteik án kjöts en þær eru þekktastar sem aðal hráefni í hummus og falafel. Hér fyrir neðan er svo frábær uppskrift að kjúklingabaunasnakk.

Kjúklingabauna snakk 
850 g Soðnar kjúklingabaunir 
Olíu sprey 
tsk Verstegen Paprika 
tsk Verstegen Hvítlauksduft 
tsk Verstegen Oregano 
½ tsk Salt
½ tsk Verstegen Laukduft 
¼ tsk Verstegen Svartur pipar 
¼ tsk Verstegen Cayenne pipar   

  • Skolið kjúklingabaunirnar vel upp úr köldu vatni og síaðu allan vökva frá.  
  • Settu baunirnar á plötu eða í eldfast mót og dreifið vel úr þeim. Setjið þær inn í ofninn á meðan hann er að hitna í nokkrar mínútur til að þurrka þær betur. 
  • Búðu til kryddblönduna í skál. 
  • Þegar baunirnar eru orðnar þurrar á yfirborðinu er komið að því að krydda þær. Spreyið olíunni á baunirnar og dreifðu kryddinu yfir. Passaðu að allar baunirnar eru vel þaktar 
  • Settu baunirnar neðarlega inn í ofn við 180°C. Hrærðu í baununum á 15-20 min fresti til að passa að þær brenna ekki. Bakaðu þangað til að þær eru orðnar brúnar og stökkar, eftir u.þ.b 45 min. 
  • Leyfið þeim að kólna alveg áður en þær eru boðaðar.