Knorr hjálpar matreiðslufólki að búa til góðan mat svo hann sé hollur og næringarríkur. Hjá Knorr er að finna fjölbreytt vöruúrval af hágæða súpum, sósum, kröftum, kryddum, soði, bragðaukandi mauki, niðursuðuvörum, kartöflumús og pasta.

Grænmeti og jurtir eru ræktaðar í sólinni og uppskera fer fram þegar best er á kosið. Matvælin eru þurrkuð að hámarki 6 klukkustundum eftir uppskeru, þannig helst næring og bragð. Þurrkuð vara inniheldur ekki rotvarnarefni eða önnur aukaefni heldur varðveitast náttúrulegir eiginleikar hráefnisins.

Þurrkuð matvæli sem eru flutt á milli staða þurfa minni umbúðir og taka minna pláss. Ásamt því að hafa þau gott geymsluþol og þurfa ekki að vera geymd í kæli, hvorki í atvinnueldhúsinu eða á heimilinu. Þessir eiginleikar spara almennan orkukostnað. Enda markmið Knorr að vera sjálfbær matvælaframleiðandi. Þannig tekur framleiðsluferill Knorr mið af því að draga úr matarsóun og minnka kolefnisspor.