Uppskrift að kalkúnaveislu!
Þakkargjörðarhátíðin nálgast og okkar menn hjá Ekrunni hafa tekið saman uppskriftir af geggjaðri kalkúnafyllingu, kalkúnasósu og trönuberjasultu sem er allt svo dásamlega gott með kalkúninum! Allar vörur er svo hægt að panta hér hjá okkur fyrir neðan.

Kalkúnasósa
200 gr saxaður laukur
150 gr sveppir skornir
2 msk kalkúnapaste
2 msk apríkósusulta
250 ml Debic culinaire
3 msk rauðvín/hvítvín
1 tsk þurrkuð steinselja
1 tsk þurrkað timian
1 msk hveiti til að þykkja
30 gr smjör
3 dl vatn
Setjið laukinn á pönnu og mýkið í smjörinu. Bætið sveppum við þegar laukurinn er orðinn glær. Hitið upp vatnið og bætið kalkúnapasteinu við. Hellið svo soðinu yfir laukinn og sveppina og látið malla í 10 mín við lágan hita. Setjið rjómann, sultuna og kryddið – allt nema pipar. Látið sósuna þykkna og bætið hveiti við ef þurfa þykir. Látið suðuna koma upp og bætið að lokum í hvítvín eða rauðvín (eftir smekk) og smakkið til með pipar.
Kalkúnafylling
1 pk serrano skinka
150 gr beikon
2 stk Castello rjómaostur
100 gr ristaðar furuhnetur
200 gr brauðteningar
100 g laukur
1 tsk oregano
1 tsk timian
1 tsk rósmarín
35 gr hvítlaukur
Mýkið upp rjómaostinn við stofuhita. Ristið furuhneturnar í ofni á 180 gráðum þar til gullinbrún og kælið svo. Skerið beikonið og serrano skinkuna í smáa bita eða ræmur og setjið í skál. Saxið laukinn smátt og bætið í skálina. Setjið allt krydd ofan í skálina og hrærið öllu saman. Setjið svo rjómaostinn í skálina og hærið aftur vel saman og bætið svo við brauðteningunum í lokin og hrærið allt saman.
Setjið plastfilmu yfir og látið standa í kæli.
Trönuberjasulta
250 ml vatn
240 gr sykur
400 gr þurrkuð trönuber
1 appelsína
1 epli
1 pera
100 gr þurrkaðir ávextir
60 gr saxaðar pekan hnetur
1 tsk salt
1 tsk kanill
½ tsk Negull
Sjóða vatn og sykur saman þar til sykurinn er uppleystur. Skera ávexti smátt. Bæta öllu hráefninu saman við og hrærið saman og lækkið hitann. Setja lok á og láta malla í 50 mín. Kæla.