Lífið á Ekrunni

Minnkum matarsóun

Ekran vill að sjálfsögðu leggja sitt af mörkum til að minnka matarsóun og ætlum við því að vera með vörur á góðum afslætti vegna dagsetningar. Þú sérð lokadagsetningu vörunnar á vöruspjaldinu. Gerum þetta saman, minnkum matarsóun 💚  

Fleiri september tilboð

Við ætlum að ljúka þessum september með fleiri hressandi tilboðum sem gilda út mánuðinn. Haustlegur og góður hádegismatur – hakk og spaghetti með baguette og dýrindis kaka í eftirrétt.

Föstudagar eru pizzadagar!

Það er algjörlega málið að ljúka góðri viku með því að skella í góða pizzu! Við eigum allt í pizzuna og höfum tekið það helsta saman hér fyrir neðan. Góða helgi 🙂