Um Ekruna

Ekran er öflug heildverslun sem þjónustar stóreldhús með dagleg aðföng. Við bjóðum fyrirtækjum heildarlausn í aðföngum þar sem breitt vöruúrval, hagkvæm verð, traust afgreiðsla, sérþekking og persónuleg þjónusta eru í fyrirrúmi. Okkar starf miðar að því að styðja við og stuðla að árangri viðskiptavina okkar með því að einfalda aðfangakeðju þeirra.

Hjá Ekrunni vinnur samhentur hópur á starfsstöðvum í Reykjavík og á Akureyri. Á báðum stöðum hefur fyrirtækið yfir að ráða stórum vörugeymslum og fullkomnum frysti- og kæligeymslum þannig gæði vörunnar eru tryggð eins og kostur er.

Markmið Ekrunnar eru að þróa og efla starfsemi okkar sem og auka vöruúrval og þjónustu í samræmi við þann kröfuharða markað þar sem Ekran hefur haslað sér völl.

Afgreiðslutími og þjónusta

Söludeild

Mán-Fim 8.00-16.30
Fös 8.00-16.00

Vöruhús

Mán-Fös 7.00-16.00
Ath. lokað á milli kl.12:30-13:00

Vöruhúsið á Akureyri er opið: 08.00 – 14.00 – alla virka daga  – ath. breyttur opnunartími. 

Útkeyrsla á höfuðborgarsvæðinu

Pantanir þurfa að berast fyrir kl. 15:00 til að vera afgreiddar næsta virka dag.
Ef panta skal dagvöru þá þarf pöntun að berast fyrir kl. 12:00 til að vera afgreidd næsta virka dag.

Allar pantanir sem eru yfir 20.000 kr. án vsk. eru sendar á kostnað Ekrunnar. Ef pöntun nær ekki tilsettu lágmarki, leggst 7.000 kr. afgreiðslugjald á pöntunina hvort sem varan er send eða sótt.

Útkeyrsla á Akureyri

Pantanir þurfa að berast fyrir kl. 15:00 til að vera afgreiddar næsta virka dag.

Ef panta skal dagvöru þá þarf pöntun að berast fyrir kl. 11:00 til að vera afgreidd næsta dag. Allar pantanir sem eru yfir 20.000 kr. án vsk. eru sendar á kostnað Ekrunnar. Ef pöntun nær ekki tilsettu lágmarki, leggst 7.000 kr. afgreiðslugjald á pöntunina hvort sem varan er send eða sótt.

Útkeyrsla á landsbyggðinni

Ekran sendir allar vörur á landsbyggðina með Flytjanda. Allar pantanir sem eru yfir 40.000 kr. án vsk. eru sendar á kostnað Ekrunnar. Vara er afhent í næstu vöruafgreiðslu Flytjanda. Ef pöntun nær ekki tilsettu lágmarki, leggst 7.000 kr. afgreiðslugjald á pöntunina hvort sem varan er send eða sótt.

Allar pantanir þurfa að berast daginn fyrir brottför.

Sóttar pantanir

Um sóttar pantanir í vöruhús gilda sömu skilmálar og um aðrar vöruafhendingar, þ.e. pantanir verða að berast fyrir kl 12:00 (11:00 á Akureyri) ef um dagvöru (ferskvöru) er að ræða, annars fyrir kl. 15:00 næsta virka dag fyrir sótta pöntun. Lágmarkspöntun er 20.000 kr. án vsk. Ef pöntun nær ekki þeirri upphæð bætist þjónustugjald við sem nemur 7.000 kr. án vsk. Þurfi viðskiptavinur að fá vörur fyrr er hægt að panta fyrir kl. 10:00 á afhendingardegi en þá bætist við 7.000 kr. flýtiafgreiðslugjald.

Afhendingar á vörum fara fram á virkum dögum á tímabilinu milli kl. 7:00 – 16:00. Vöruafhending á heimilisfang viðskiptavinar fer almennt ekki fram um helgar og á lögbundnum frídögum.

Ef viðskiptavinur er í vanskilum, þarf greiðsla útistandandi reikninga að berast fyrir kl. 11:00 daginn fyrir skilgreindan afhendingardag til að Ekran geti afhent viðskiptavini vörur.