Um Ekruna

Ekran er öflug heildverslun sem þjónustar stóreldhús með dagleg aðföng. Við bjóðum fyrirtækjum heildarlausn í aðföngum þar sem breitt vöruúrval, hagkvæm verð, traust afgreiðsla, sérþekking og persónuleg þjónusta eru í fyrirrúmi. Okkar starf miðar að því að styðja við og stuðla að árangri viðskiptavina okkar með því að einfalda aðfangakeðju þeirra.

Hjá Ekrunni vinnur samhentur hópur á starfsstöðvum í Reykjavík og á Akureyri. Á báðum stöðum hefur fyrirtækið yfir að ráða stórum vörugeymslum og fullkomnum frysti- og kæligeymslum þannig gæði vörunnar eru tryggð eins og kostur er.

Markmið Ekrunnar eru að þróa og efla starfsemi okkar sem og auka vöruúrval og þjónustu í samræmi við þann kröfuharða markað þar sem Ekran hefur haslað sér völl.