Ekran hf.

Við þjónum stóreldhúsum með dagleg aðföng með því að bjóða heildarlausn þar sem breitt vöruúrval, hagkvæm verð, traust afgreiðsla, sérþekking og persónuleg þjónusta eru í fyrirrúmi. Starf okkar miðar að því að stuðla að árangri viðskiptavina okkar með því að einfalda aðfangakeðju þeirra.

Ekran hefur starfstöðvar bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á báðum stöðum hefur fyrirtækið yfir að ráða stórum vörugeymslum og söluskrifstofum. Aðsetur Ekrunnar er að Klettagörðum 19 í Reykjavík og að Óseyri 3 á Akureyri.

Flatarmál birgðargeymslna er samtals 8.000 m2. Ekran hefur yfir að ráða fullkomnum frysti- og kæligeymslum þannig gæði vörunnar eru tryggð eins og kostur er. Þessar aðstæður munu gera okkur kleift að þróa og efla starfsemi okkar í framtíðinni, auka vöruúrval og þjónustu í samræmi við þann kröfuharða markað þar sem Ekran hefur haslað sér völl.

Ekran ehf
Klettagörðum 19
104 Reykjavík
Sími 530 8500
soludeild@ekran.is

Gæðastefna

Ekran er dótturfyrirtæki 1912, ásamt Nathan & Olsen.

Gæðastefna 1912 tryggir að starfsemin sé í samræmi við gildi, stefnu og markmið fyrirtækisins.

Gæðastefnan tekur til allra starfa í fyrirtækinu. Allir starfsmenn bera ábyrgð á að fylgja stefnunni hver á sínu sviði.

1912 starfrækir gæðakerfi sem byggir á ISO-9001:2015 gæðastaðlinum og HACCP gæðakerfinu. Rík áhersla er lögð á stöðugar umbætur.

1912 setur sér markmið og mælikvarða til að tryggja að gæði standist ítrustu kröfur sem settur eru hverju sinni og mun bregðast hratt við frávikum.

1912 tryggir að væntingar viðskiptavina til þjónustu og vara fyrirtækisins standist og sé virðisaukandi fyrir þá.

1912 leggur áherslu á að skipulögð og öguð vinnubrögð við meðhöndlun vöru, til að tryggja sem best gæði til viðskiptavina.


Skráðu þig á póstlista og fáðu fréttabréfið okkar og spennandi tilboð sent til þín.

Þessi vefur notar vafrakökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Lesa meira