Aukin áhersla á áfengislausa drykki og fjölbreyttara vöruúrval

Nathan & Olsen hefur fest kaup á völdum vörumerkjum Tefélagsins ehf. sem á undanförnum árum hefur sérhæft sig í því að flytja inn framúrskarandi vörumerki undir merkjum Akkúrat og kynna þau fyrir veitingageiranum. Ekran ehf., systurfélag Nathan & Olsen, mun annast sölu og dreifingu valinna vörumerkja Tefélagsins ehf. á veitingamarkaði.
Þar má nefna teframleiðandann A.C. Perchs, veganmjólkina Sproud, og áfengislausu drykkina Copenhagen Sparkling Tea, Oddbird og Lucky Saint. Vörurnar hafa verið seldar í gegnum félagið Akkúrat en með í kaupunum eru lénið akkurat.is og tengdir samfélagsmiðlar.
Með kaupunum styrkja fyrirtækin stöðu sína á markaði fyrir gæðadrykki og sérvörur sem höfða sérstaklega til hótela, veitingastaða, bara og kaffihúsa sem leggja metnað í að bjóða upp fjölbreytta drykkjaseðla. Áhersla Akkúrat á hágæða áfengislausa valkosti hefur vakið athygli í faginu og mun sú sýn nú fá enn öflugri innviði og dreifingu.
Kynntu þér vöruúrvalið frá Sproud, Copenhagen Sparkling Tea og Oddbird hér!