Fréttir Vörur

Fjórar staðreyndir um þurrkaðan mat

Sem er ekki svo þurr eftir allt saman! Mýtan um að þurrkuð matvæli séu næringarminni eða óhollari en sambærilegar ferskvörur er langlíf. Hér fyrir neðan eru nokkrar góðar staðreyndir um þurrkuð matvæli sem gætu komið þér á óvart.

Þurrkuð vara þarf ekki rotvarnarefni

Þurrkun á matvælum er ein elsta aðferð matvælageirans til að varðveita eiginleika hráefnisins og hefur verið notuð í þúsundir ára. Með því að draga vatnið úr matnum stöðvast bakteríuframleiðsla sem og gerjun. Ef rétt er staðið að þessu ferli er hægt að varðveita bragð og næringu án þess að nota viðbætt rotvarnarefni eða önnur aukefni. Knorr hefur í gegnum árin fullkomnað þessa aðferð sem þurrkun er og lagt áherslu á að verðveita innihaldsefni hvers hráefnis.

Næringin varðveitist

Næringarinnihald allra matvæla veltur meðal annars á því hvernig hráefnin eru ræktuð og hvenær uppskera á þeim fer fram. Þá þarf að huga að hitastigi við flutninga, varðveislu hráefnanna og hvaða umbúðir eru notaðar. Allt grænmeti og jurtir sem Knorr notar eru ræktuð í þeim löndum þar sem aðstæður eru sem bestar fyrir hvert grænmeti. Uppskeran fer fram þegar best er á kosið fyrir hvert grænmeti fyrir sig og akrarnir eru ávallt nálægt verksmiðjunni þar sem þurrkunin á sér stað. Til dæmis eru nýplokkaðir tómatarnir að mesta lagi 6 klst á leiðinni frá akrinum í þurrkunina. Til samanburðar þá er dæmigerður tómatur í stórmarkaði í 7-10 daga á leiðinni frá akri í búð. Með því að stytta tímann frá akrinum að þurrkuninni þýðir að það varðveitist meira af andoxunarefni, C-vítamíni og kalíum í þurrkaða tómatanum sem Knorr notar heldur en í erlendum tómötum sem hægt er að kaupa út í búð.

 Sjálfbærni

Matur sem er þurrkaður rétt áður en hann er fluttur í verslanir losar mun minna af CO2 þegar tekið er tillit til heildarlosunar. Þurrkuð matvæli eru hagkvæmari í flutning en önnur ferskvara vegna þess að þau eru léttari, taka minna pláss og þurfa minna magn af umbúðum. 20 kg af ferskum tómötum verða að 1 kg af þurrkuðum tómötum – mismunurinn er vatnið! Þurrkuð matvæli hafa mjög langt geymsluþol og þarfnast því ekki geymslu í orkufrekum kæliskápum, hvorki við flutning, í matvörubúðinni eða heima hjá okkur.

 Meira bragð, engin matarsóun

Knorr leggur mikla áherslu á sjálfbærni, að draga úr matarsóun og að allt hráefni nýtist sem best. Í framleiðsluferli Knorr er allt hráefni nýtt, til dæmis er toppurinn af gulrótinni, stilkurinn af tómatinum og hýðið af lauknum o.s.frv. er notað til að bera á akrana svo ekkert fari til spillis. Knorr vörurnar innihalda fjölbreytt úrval af grænmeti, t.d. tómata, lauk, hvítlauk, sellerí, gulrætur og kryddjurtir. Það tryggir kraftmikið og gott bragð í þeirra vörum og því er auðvelt að elda bragðmikinn mat en nota lágmarksmagn af kryddum og krafti.