Tilboð Uppskriftir Vörur

September – KNORR tilboð

Í September leggjum við áherslu á Knorr! Þessar klassísku vörur þarf varla að kynna fyrir neinum. Þær eru hluti af heimsþekktri vörumerkjaflóru Unilver Food Solutions og hjálpa matreiðslufólki að búa til góðan mat svo hann sé hollur og næringarríkur. Þessar vörur henta því extra vel fyrir hvers kyns eldhús í…

Klassík rauðvínssósa

Þessi bragðmikla sósa smellpassar með hvers kyns steik en leyndarmálið liggur í Professional Demi Glace frá Knorr.

2  rauðlaukar

1 msk matarolía

2 msk hrásykur

7 dl rauðvín

2 hvítlauksrif

1 grein timjan

1L Professional Demi Glace frá Knorr

30 g ferskir sveppir

2 tómatar

Salt og pipar

Maizena maíssterkja

Aðferð:

  1. Skerið laukinn í sneiðar og steikið hann upp úr olíu á meðalháum hita
  2. Bætið sykri við og leyfið lauknum að karamellast
  3. Hellið rauðvíni saman við ásamt krömdum hvítlauk og timjan. Látið malla í nokkrar min.
  4. Bætið Demi Glace frá Knorr við og sjóðið niður um ca. helming
  5. Skerið sveppina og tómatana niður í grófa bita og bætið við
  6. Leyfið sósunni að sjóða í ca. 10 mínútur
  7. Jafnið sósuna út með Maizena. Hægt er að sigta sósuna í gegnum fínt sigti
  8. Krydda með salt og pipar eftir þörf