Fiskur du Nord

Fiskur du Nord starfrækir tvo reykkofa á Suðureyri í glæsilegri nýbyggingu í 19. aldar byggingarstíl og hefur gert síðust 6 ár.
Framleiðsluaðferðir þeirra byggja á aldargömlum vestfirskum hefðum þar sem ferskur lax eða silungur er verkaður þannig að gæði og bragð er í fremsta flokki. Allt hráefni er sérvalið frá fyrstu hendi og öll flökun, söltun og sneiðing er unnið í höndunum. Engin aukaefni önnur en náttúrulegt salt og krydd eru notuð við framleiðsluna. Sannkallað handverk sem tryggir bestu mögulegu gæði og bragð.

Vörur