
Eftir að hafa starfað sem fjölskyldu- og félagsráðgjafi í yfir tvo áratugi hafði Moa Gürbüzer orðið vitni af þeim neikvæðu afleiðingum sem áfengisneysla hafði oft í för með sér. Hún sá að þörf var á allsherjar hugarfarsbreytingu þegar kom að drykkjumenningu og stofnaði Oddbird árið 2013, með það markmið að hrista upp í viðteknum venjum fólks við að gera sér glaðan dag með góðum drykk. Hún einsetti sér að þróa og framleiða vín á heimsmælikvarða, en losa þau við áfengið. Eftir standa hágæðavín, unnin úr úrvalsþrúgum og látin þroskast eftir kúnstarinnar reglum til að skapa óviðjafnanlegt bragð og enn betri upplifun. Oddbird er nú stærsti framleiðandi 0% víns í Skandinavíu.