NÝTT – ítalskar nauta hakkbollur og buff

Virkilega góðar nautahakkbollur og buff sem er sérstaklega framleitt fyrir Ekruna og nú á kynningarafslætti hjá okkur. Við settum vörur með sem okkur finnst passa svo vel með; kartöflumús, brún sósa, rauðkál og grænar og auðvitað gamla góða sultan. Betra…

Nýr framkvæmdastjóri Ekrunnar

Það er ánægjulegt að segja frá því að Einar Páll Tómasson hefur tekið við sem nýr framkvæmdastjóri Ekrunnar og hóf hann störf hjá okkur í október síðastliðnum.

Villibráðarveislutilboð!

Við höfum sett saman stórglæsilegt villibráðartilboð – flott úrval af dádýrakjöti, kalkúnabringur og vörur sem smellpassa með því.

Pappírslaus viðskipti!

Kæru viðskiptavinir, frá og með 6. nóvember munum við  senda afgreiðsluseðla í stað reikninga með afhentum vörum.

Nóvember tilboð

Jæja, þá er nóvember kominn með tilheyrandi takmörkunum… en við látum það ekkert á okkur fá og setjum í gang grjóthart nóvember tilboð. Næstu vikur munum við vera með spennandi og virkilega góð tilboð fyrir okkar kæru viðskiptavini!

Nýtt! Mini naan brauð og brauðbolla

Glænýtt hjá okkur – klassísk mjúk asísk gufusoðin brauðbolla tilbúin til fyllingar og fullbökuð lítil naan brauð með ristuðum fræjum. Mjúkar, skemmtilegar og góðar!

Segafredo á betra verði

Það er fátt betra en rjúkandi heitur og góður kaffibolli ☕ Stórgóða Segafredo kaffið okkar er á flottum afslætti þessa dagana, bæði baunirnar og malaða kaffið.

Franskar á 50% afslætti

Við erum með þessar hágæða franskar á 50% afslætti þessa dagana. Þráðbeinar, vafflaðar eða extra þunnar – skiptir ekki máli… þær eru allar geggjaðar!

Frábær október tilboð

Við vorum að bæta við vörum á frábært tilboð fyrir viðskiptavini okkar sem gildir út mánuðinn.

Graskerssúpa með rósmarín og beikoni

Það hljómar ekkert eðlilega framandi að skella í graskerssúpu með rósmarín og beikoni… og það verður ekki mikið haustlegra! Hlakka til að prófa þessa.

Október tilboð!

Dýrindis október gengin í garð með tilheyrandi haustmáltíðum! Hér fyrir neðan eru vörurnar sem verða á tilboði sem gildir næstu 2 vikurnar.

Minnkum matarsóun

Ekran vill að sjálfsögðu leggja sitt af mörkum til að minnka matarsóun og ætlum við því að vera með vörur á góðum afslætti vegna dagsetningar. Þú sérð lokadagsetningu vörunnar á vöruspjaldinu. Gerum þetta saman, minnkum matarsóun 💚